Kattholt

Opnunartími til að taka að sér kisur er alla virka daga kl. 14-16. Kisur sem fara á nýtt heimili eru teknar úr sambandi, örmerktar og ormahreinsaðar.

Tilgangur Kattavinafélagsins var að vinna að betri meðferð katta og standa vörð um að kettir njóti þeirrar lögverndar sem gildandi dýraverndunarlög mæla fyrir um, og stuðla að því að allir kettir eigi sér húsaskjól, mat og gott atlæti.

Þegar köttur fer á heimili frá Kattholti þá greiðir nýr eigandi fyrir ófrjósemisaðgerð, ormahreinsun, örmerkingu og skráningu, samtals kr. 18.500-.
Kattholt rekur einnig kattahótel þar sem fólk getur hýst kisurnar sínar t.d. ef eigandi fer í frí og vantar pössun fyrir kisuna. Það fer afar vel um kisurnar á kattahótelinu.
Gjald fyrir hvern sólarhring er 1.200 kr fyrir einn kött og 1.700 kr fyrir tvær kisur en innifalið í því er matur, þrif og almenn umhirða dýrsins og fær kisa rúmgott búr til að gista í á næturna.

Stangarhylur 2
Reykjavík, 110
Iceland